Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:45 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður Vísir/Samsett mynd Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira