Fótbolti

Sandra aftur inn í landsliðið en ekki pláss fyrir þá markahæstu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir lék síðast með landsliðinu á Pinatar mótinu í febrúar
Sandra Sigurðardóttir lék síðast með landsliðinu á Pinatar mótinu í febrúar vísir/vilhelm

Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Sandra lagði skóna á hilluna í vor. Þeir stoppuðu stutt við þar og hún tilkynnti að hún væri byrjuð aftur í fótbolta í síðasta mánuði.

Hún er nú komin aftur í landsliðið ásamt öðrum markverði Vals, hinni átján ára Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki) er þriðji markvörðurinn en Cecilía Rán Rúnarsdóttir er meidd og verður frá keppni næstu mánuðina.

Auk Fanneyjar er Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir nýliði í íslenska hópnum.

Athygli vekur að Bryndís Arna Níelsdóttir, langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er ekki í hópnum.

Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli 22. september og Þýskalandi í Bochum fjórum dögum seinna.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Sandra Sigurðardóttir - Valur - 49 leikir
  • Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 4 leikir
  • Fanney Inga Birkisdóttir - Valur

Aðrir leikmenn:

  • Guðný Árnadóttir - AC Milan - 20 leikir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 53 leikir
  • Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 114 leikir, 9 mörk
  • Arna Eiríksdóttir - FH - 2 leikir
  • Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 27 leikir, 1 mark
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 16 leikir, 1 mark
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
  • Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 1 mark
  • Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 6 leikir, 1 mark
  • Sandra María Jessen - Þór/KA - 33 leikir, 6 mörk
  • Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 5 leikir
  • Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 35 leikir, 4 mörk
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 29 leikir, 8 mörk
  • Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 28 leikir, 4 mörk
  • Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 15 leikir, 2 mörk
  • Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 55 leikir, 4 mörk
  • Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
  • Svava Rós Guðmundsdóttir - NJ/NY Gotham FC - 45 leikir, 2 mörk
  • Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 26 leikir, 4 mörk
  • Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 6 leikir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×