Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 08:50 Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á 100.000 dollara í skatt og að eiga skotvopn þegar hann var í virkri fíkniefnaneyslu. AP/Julio Cortez Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40