Fótbolti

Her­mos­o leggur inn kvörtun til sak­­sóknara vegna for­­setans

Aron Guðmundsson skrifar
Hermoso var til í að kyssa heimsmeistaratitilinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins.
Hermoso var til í að kyssa heimsmeistaratitilinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fót­bolta, sem mátti þola ó­um­beðinn rembings­koss frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins í kjöl­far glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn sak­sóknara­em­bættisins á Spáni vegna hegðunar for­setans, Luis Ru­bi­a­les.

Frá þessu er greint á vef Sky Sports en hneykslismál tengd Rubiales hafa skotið upp kollinum í kjölfar sigurs Spánar á HM í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. 

Hegðun forsetans, sem greip meðal annars um hreðjar sínar eftir úrslitaleikinn og kyssti svo Hermoso rembingskossi á munninn án hennar samþykkis, hefur hlotið mikla gagnrýni.

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur dæmt Rubiales í tímabundið bann frá afskiptum af fótbolta á meðan að rannsókn á málum honum tengdum fer fram. 

Hermoso gaf vitnisburð hjá saksóknaraembættinu fyrr í dag og vonast hún til þess að sitt mál hljóti skjóta afgreiðslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×