Innlent

Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tómas Ellert hefur sakað Leó Árnason um að hafa borið á sig mútur. Málið er nú á borði héraðssaksóknara.
Tómas Ellert hefur sakað Leó Árnason um að hafa borið á sig mútur. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. vísir

Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi.

Sigtún þróunarfélag, félag Leós, átti næst hæsta tilboðið í Landsbankahúsið, á eftir Árborg. Samkvæmt Heimildinni var tilboð Leós lagt fram eftir að sveitarfélagið hafði tekið ákvöðrun um að falla frá kaupunum. Svo fór að Sitún keypti húsið nokkrum dögum eftir fundinn með Tómasi. 

Tómas Ellert Tómasson

„Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ var haft eftir Tómasi Ellerti.

Segir Tómas Ellert að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara sem fer nú með rannsókn málsins. Tímasetningin á skýrslutökunni liggi ekki fyrir þar sem hann sé staddur erlendis.

Greint var frá málinu í ssíðustu viku. Leó hafnaði þá við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir.


Tengdar fréttir

Sakar eig­anda fast­­eigna­­fé­lags um að reyna að kaupa greiða

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×