Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Siggeir Ævarsson skrifar 4. september 2023 07:00 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford Vísir/Getty Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti