Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Siggeir Ævarsson skrifar 4. september 2023 07:00 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford Vísir/Getty Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30