Þriðji sem lætur lífið af völdum CJS á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. september 2023 21:09 Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur og er engin meðferð til við honum. vísir/vilhelm Kona á miðjum aldri lést á síðasta ári skömmu eftir að hafa greinst með hinn sjaldgæfa Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm. Sjúkdómurinn hafði tvisvar áður greinst hér á landi og létust báðir einstaklingar stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins. Þetta kemur fram í árskýrslu sóttvarna en RÚV greindi fyrst frá. Í árskýrslunni segir að sjúkdómurinn Creutzfeldt-Jakobs, skammstafaður CJS, sé í flokki sem nefnist transmissible spongiform encephalopathy. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur, en nýgengi er talið um 0,5–1,5 á hverja 1.000.000 einstaklinga á ári. Langflest tilfelli koma upp tilviljanakennt án þekktrar smitleiðar. „CJS veldur hraðvaxandi heilabilun og dregur sjúklinga fljótt til dauða eftir að einkenni koma fram, eða á nokkrum mánuðum. Engin þekkt meðferð er til sem hægir á eða stöðvar sjúkdómsganginn,“ segir í skýrslunni. Fyrir andlátið á síðasta ári höfðu tveir einstaklingar látist af völdum sjúkdómsins. Það var árin 2006 og 2020. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Önnu Margréti Halldórsdóttur yfirlækni sóttvarnarsviðs hjá embætti landlæknis sem segir einkenni oft lengi að koma fram. Meðal einkenna séu minnkandi vitræn geta og hreyfitruflanir. „Eftir að einkenni koma fram á annað borð koma þau fram með hraðvaxandi heilabilun, með stjórnleysi vöðva og svo framvegis,“ er haft eftir Önnu Margréti. Engin meðferð sé til við sjúkdómnum heldur sé veitt stuðningsmeðferð og líknandi meðferð. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þetta kemur fram í árskýrslu sóttvarna en RÚV greindi fyrst frá. Í árskýrslunni segir að sjúkdómurinn Creutzfeldt-Jakobs, skammstafaður CJS, sé í flokki sem nefnist transmissible spongiform encephalopathy. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur, en nýgengi er talið um 0,5–1,5 á hverja 1.000.000 einstaklinga á ári. Langflest tilfelli koma upp tilviljanakennt án þekktrar smitleiðar. „CJS veldur hraðvaxandi heilabilun og dregur sjúklinga fljótt til dauða eftir að einkenni koma fram, eða á nokkrum mánuðum. Engin þekkt meðferð er til sem hægir á eða stöðvar sjúkdómsganginn,“ segir í skýrslunni. Fyrir andlátið á síðasta ári höfðu tveir einstaklingar látist af völdum sjúkdómsins. Það var árin 2006 og 2020. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Önnu Margréti Halldórsdóttur yfirlækni sóttvarnarsviðs hjá embætti landlæknis sem segir einkenni oft lengi að koma fram. Meðal einkenna séu minnkandi vitræn geta og hreyfitruflanir. „Eftir að einkenni koma fram á annað borð koma þau fram með hraðvaxandi heilabilun, með stjórnleysi vöðva og svo framvegis,“ er haft eftir Önnu Margréti. Engin meðferð sé til við sjúkdómnum heldur sé veitt stuðningsmeðferð og líknandi meðferð.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira