„Helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2023 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vill ekki gera of miklar kröfur til nýs leikmanns liðsins – Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann þekkir þó gæði hans og er fullviss um að hann reynist liðinu vel. Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01
Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19