Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 23:00 Orri Steinn Óskarsson og boltinn sem hann fékk til eignar eftir að skora þrjú gegn Breiðabliki. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira