Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 23:00 Orri Steinn Óskarsson og boltinn sem hann fékk til eignar eftir að skora þrjú gegn Breiðabliki. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira