„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:32 Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í Evrópukeppnum í sumar. vísir/hulda margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. „Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira