„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:32 Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í Evrópukeppnum í sumar. vísir/hulda margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. „Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
„Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira