Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 08:59 Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent á milli 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári. Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári.
Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent