Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Alex Pantling/Getty Images Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira