Fótbolti

Mamma Rubiales tilbúin að „deyja fyrir réttlætið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FIFA dæmdi Luis Rubiales í níutíu daga bann frá fótbolta.
FIFA dæmdi Luis Rubiales í níutíu daga bann frá fótbolta. getty/Pablo Blazquez Dominguez

Móðir Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, kveðst tilbúin að deyja til að sonur hennar njóti réttlætis.

Á mánudaginn lokaði móðir Rubiales, hin 72 ára Angeles Bejar, sig inni í kirkju ásamt mágkonu sinni og hóf hungurverkfall til að mótmæla meðferðinni á syni sínum. Sem kunnugt er setti FIFA hann af sem forseta spænska knattspyrnusambandsins vegna hegðunar hans eftir úrslitaleik HM kvenna.

Mamman kveðst tilbúin að styðja son sinn fram í rauðan dauðann, bókstaflega.

„Ég verð hér eins lengi og líkaminn heldur út. Ég er tilbúin að deyja fyrir réttlætið því sonur minn er góður maður og hefur ekki fengið sanngjarna meðferð,“ sagði Bejar sem drekkur bara vatn og orkudrykki.

Bejar laumaðist inn í kirkjuna þegar það var verið að þrífa hana og ætlar ekki að fara fet. Ekki er vitað hvar sonur hennar er niðurkominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×