Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 19:01 Svandís Svavarsdóttir leggur til að veiðigjöld verði hækkuð, því mótmælir Heiðrún Lind Marteinsdóttir talsmaður SFS. Örvar Marteinsson talsmaður smærri sjávarútvegsfyrirtækja er ósáttur í heild við tillögur ráðherrans. Vísir Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar. Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði í fyrra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Tilgangurinn var að skapa meiri sátt um auðlindina meðal þjóðarinnar. Hóparnir skiluðu af sér skýrslunni Auðlindin okkar í dag sem á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að. Þar eru dregnar upp þrjátíu megintillögur til endurbóta á löggöf um sjávarútveg sem skiptast í umhverfis-, samfélags og efnahagsmál. Meðal þess sem lagt er til er að kvótakerfinu verði viðhaldið, auðlindaákvæði fari í stjórnarskrá, veiðigjald verði einfaldað, hámarkseign útgerða verði í samræmi við samkeppnislög, upplýsingagjöf til Fiskistofu verði stórefld, Byggðarkvóti verði lagður niður, viðurlög við brottkasti verði hert, fiskveiðilöggjöfin verði einfölduð, stuðlað verði að dreifðara eignarhaldi í útgerðarfyrirtækjum og gagnsæi aukið. Hækkar veiðigjöld Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að þessi vinna sé til grundvallar nýju frumvarpi til nýrra laga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. Umhverfismál verði höfð í forgrunni „Við erum þarna að leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á orkuskipti í sjávarútvegi. Númer tvö þá vil ég nefna gagnsæismálin að það sé á hreinu hvernig eignar-og stjórnunartengsl eru í sjávarútvegi. Ég mun leggja til hækkun á veiðigjöldum sem er í samræmi við það sem liggur fyrir í fjármálaáætlun. Ég legg jafnframt til að það verði gerð tilraun með uppboðsleið með ákveðnar heimildir sem eru út úr því sem heitir almennur byggðakvóti. Þá legg ég til uppstokkun á þessum félagslegu kerfum. Loks er lagt til í þessari vinnu að komi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.,“ segir Svandís. Óánægja með hækkun Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Fyrirtækja í sjávarútvegi telur tillögur starfshópanna og ráðherra ekki fara saman og furðar sig á fyrirætlun um hækkun veiðigjalda. „Í kynningu á vinnu samráðsnefndanna var í fyrsta lagi ekki talað um hækkun veiðigjalds eða breytingu á því og alls ekki uppboð veiðiheimilda en það virðist vera það tvennt sem ráðherrann setur á oddinn við framlagningu frumvarpa á alþingi. Þessi áhersla kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir Heiðrún. Þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða segir tillögur ráðherra leggjast illa í þau fyrirtæki. „ÉG tel að þetta sé bara hálfgerð árás, þarna er fátt gott, margt miður gott og margt ennþá verra. Þarna á að hygla fyrirtækjum sem skrá sig á markað sem verða bara þeir allra allra stærstu og það mun skaða fjölskyldufyrirtækin út á landi enn og aftur sem gleymast sífellt,“ segir Örvar.
Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira