Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er markahæsti leikmaðurinn í Evrópukeppnum um þessar mundir Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27