Iglesias gefur ekki á kost á sér í landsliðið vegna hegðunar forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 17:45 Spilar ekki fyrir landslið Spánar fyrr en hlutirnir breytast. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30