Innlent

Björgunarmiðstöðin víkur fyrir lúxusíbúðum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
Hjálparsveit skáta í Kópavogi. vísir/vilhelm

Hluti hins svokallaða Reits 13, sem félagið Fjallasól í eigu Mata-systkina keypti, var í eigu björgunarsveita. Kópavogsbær er hafði milligöngu um kaup á lóðinni áður en hún var afhent verktökum.

Fjallað hefur verið um sölu bæjarins sem minnihluti bæjarstjórnar hefur fordæmt, meðal annars vegna þess að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun í tvær vikur, líkt og reglur kveða á um. 

Í frétt RÚV um málið kemur fram að Kópavogsbær hafi haft milligöngu um kaup á húsi Hjálparsveita skáta og afhent verktökum í framhaldinu. Segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata að kostnaður bæjarins við þann gjörning var hafi verið um 796 milljónir. Bærinn hafi selt svo verktökunum lóðina fyrir 500 milljónir.

Án vafa er um að ræða eina bestu lóð bæjarins til að byggja á. vísir/vilhelm

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri var spurð hvers vegna bærinn hafi haft milligöngu um viðskiptin.

„Aftur þarf að horfa á heildarskipulag svæðisins, þarna er gert ráð fyrir að borgarlínan gangi í gegn og lá alltaf fyrir að það yrði að skerða lóðarmörk og þess vegna er auðvitað einhver afsláttur þarna,“ er haft eftir Ásdísi í frétt RÚV.

Fyrr í kvöld sagði Ásdís í svari við fyrirspurn Vísis að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar. Meginreglan væri sú að lóðir væru auglýstar en það hafi verið ógerlegt í þessu tilviki.


Tengdar fréttir

„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×