Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2023 14:34 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, vill opinn nefndarfund um málefni hælisleitenda. Vísir/Arnar Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Óvissa ríkir um hver eigi að koma hælisleitendum sem hafa verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfar endanlegrar synjunar um alþjóðlega vernd til aðstoðar á grundvelli nýrra útlendingalaga ríkisstjórnarinnar. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið svipt þjónustu sé á götunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur viðrað möguleikann á að koma upp búsetuúrræði fyrir þennan hóp fólks þar sem ferðafrelsi þess væri skert. Á þriðja tug félagasamtaka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu hælisleitenda og sökuðu ráðamenn um villandi og óljósan málflutning. Arndís Anna Kristínadóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dögunum og vikunum þar sem fórnalömb vændismansal og annað fólk í gríðarlega viðkvæmri stöðu sé allslaust úti á götu án möguleika á því að bjarga sér sjálft og án lágmarksaðstoðar í færslu á Facebook-síðu sinni. „Dómsmálaráðherra fabúlerar um opin fangelsi sem enn hafa ekki verið byggð en engar aðrar lausnir verið lagðar til, hvorki tímabundið né til langtíma,“ skrifar Arndís Anna. Ástandið fari stöðugt versnandi Þingmaðurinn segist hafa óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins, sem hann á sæti í, haldi opinn fund með ráðherrum, Lagastofnun Háskóla Íslands og aðilum sem hafi brugðist við stöðunni, eins og Solaris-samtökunum. „Vænti ég þess að boðað verði til fundarsins sem allra fyrst, enda erindið brýnt, ástandið slæmt og fer stöðugt versnandi,“ skrifar Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Tengdar fréttir „Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51 „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. 22. ágúst 2023 16:12
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27
Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. 15. ágúst 2023 23:51
„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. 15. ágúst 2023 19:54