Fasteignamógúll nýr forsætisráðherra Taílands Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 12:03 Srettha Thavisin nýr forsætisráðherra Taílands. Eftir að hann var tilnefndur forsætisráðherraefni Pheu Thai var hann sakaður um skattsvik og peningaþvætti. AP/Wason Wanichakorn Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn. Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug. Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Stjórn ellefu flokka, þar á meðal tveggja flokka sem tengjast hernum og Prayuth Chan-ocha, var samþykkt með 482 atkvæðum af 727 á taílenska þinginu í dag. Srettha verður forsætisráðherra fyrir hönd Pheu Thai-flokksins. Gagnrýnendur stjórnarsamstarfsins segja það svik við kjósendur þar sem Framsóknarflokkurinn, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, á ekki sæti í henni. Leiðtogar Pheu Thai segja samstarfið nauðsynlegt til þess að leysa úr pattstöðunni sem ríkti. Áhugi Framsóknarflokksins á því að breyta umdeildum lögum sem banna ærumeiðingar í garð konungsfjölskyldunnar hafi gert hann óstjórntækan. Srettha er 61 árs gamall nýgræðingur í stjórnmálum en vel þekktur athafnamaður. Aðeins níu mánuðir eru frá því að hann gekk til liðs við Pheu Thai sem hefur það á stefnuskránni að draga úr ójöfnuði í landinu. Srettha hætti sem forstjóri fjölskyldufyrirtækis síns fyrr á þessu ári og lét dóttur sinni eftir öll hlutabréf í því, að sögn AP-fréttastofunnar. Samsteypustjórninni er ætlað að koma hjólum efnahagslífsins í gang, hækka lágmarkslaun og binda enda á herskyldu. Pheau Thai tengist Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem herinn steypti af stóli árið 2006. Thaksin kom aftur til Taílands í morgun eftir margra ára útlegð og hóf afplánun á átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í spillingarmáli. Vangaveltur eru uppi um að Thaksin hafi valið að snúa aftur nú þegar stjórnmálaflokkur hans er við völd í von um að fá fangelsisdóm sinn mildaðan. Thaksin vísar því á bug.
Taíland Tengdar fréttir Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29 Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 22. ágúst 2023 07:29
Stjórnarandstaðan vann mikinn sigur í Taílandi Stjórnarandstöðuflokkar í Taílandi unnu mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru um helgina og virðast landsmenn hafa snúið baki við hernum sem stýrt hefur landinu síðustu ár. 15. maí 2023 07:52
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent