Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2023 08:16 Aðgerðasinnar segja verklagið viðgangast víða í Úganda en því sé oft beint gegn mæðrum. Getty/LightRocket/SOPA Images/Sally Hayden Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent