Mun aldrei sleppa úr fangelsi Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. ágúst 2023 12:15 Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Getty Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul. Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul.
Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16