Íslenski boltinn

Mikilvæg mörk í Bestu deild kvenna í gær: Sjáðu þau öll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonur eru komnar upp í þriðja sætið en þær eru á mikilli sigurgöngu þessa dagana.
Stjörnukonur eru komnar upp í þriðja sætið en þær eru á mikilli sigurgöngu þessa dagana. Vísir/Anton

Stjarnan, Keflavík, Valur og Þór/KA fögnuðu öll sigri í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.

Þau voru ekki mörg mörkin sem voru skoruð í 17. umferðinni í gærkvöldi. Þau voru því þeim mun mikilvægari.

Valskonur unnu reyndar sannfærandi 3-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki og náðu fimm stiga forystu á Blika sem gerðu markalaust jafntefli á heimavelli á móti ÍBV.

Amanda Jacobsen Andradóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu mörk Valsmanna í sigrinum.

Hulda Ósk Jónsdóttir tryggði Þór/KA 2-1 sigur á Selfossi en áður hafði Margrét Árnadóttir komið Þór/KA í 1-0 eftir tuttugu sekúndur og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði metin fyirr Selfoss.

Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir tryggði Stjörnunni 1-0 útisigur á FH og kom Stjörnuliðinu um leið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Melanie Rendeiro skoraði sigurmark Keflavíkur í 1-0 sigri á Þrótti en dómarinn gaf henni markið þótt að skot hennar hafi breytt um stefnu af varnarmanni Þróttar.

Klippa: Mörkin úr leik Tindastóls og Vals
Klippa: Markið úr leik FH og Stjörnunnar
Klippa: Markið úr leik Keflavíkur og Þróttar
Klippa: Mörkin úr leik Selfoss og Þór/KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×