Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 23:31 Hermoso var til í að kyssa bikarinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira