„Völdu Chelsea af því að þeir finna að eitthvað sérstakt er að fara að gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 18:17 Moises Caicedo og Romeo Lavia sjást hér komnir í Chelsea búninginn en báðir eiga þeir framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Getty/Darren Walsh Chelsea átti góða viku á leikmannamarkaðnum og kom um leið höggi á Liverpool sem sat eftir tómhent eftir að tveir öflugir leikmenn völdu frekar Chelsea. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði um nýju leikmennina á blaðamannafundi í dag. Chelsea eyddi 173 milljónum punda í þá Moises Caicedo og Romeo Lavia sem báðir vildu frekar fara til Chelsea en til Liverpool. Liverpool sat eftir með sárt ennið í eltingarleiknum við þá báða þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi um kaupverð. Mauricio Pochettino on beating Liverpool to two signings: That is about the player decision that they decide to come here. It's not a competition, it's a player decision to join us. That makes us very happy.#CFC #ChelseaFC pic.twitter.com/k5w2AsTh3T— We've Won It All (@cfcwonitall) August 18, 2023 Ekvadorinn Caicedo kemur frá Brighton & Hove Albion en Belginn Lavia frá Southampton. „Þetta var val leikmannanna sjálfra. Það var þeirra ákvörðun að koma frekar hringað,“ sagði Mauricio Pochettino á blaðamannafundinum og það var ekki að heyra annað en að hann vildi skjóta aðeins á vinnubrögð forráðamanna Liverpool. „Þetta var engin keppni því leikmennirnir vildu frekar koma til Chelsea. Það gerir okkur mjög ánægða en þeir tala líka mjög vel um eigendurna okkar og íþróttastjórana. Þeir hrósa sérstaklega þeirra vinnubrögðum,“ sagði Pochettino. Liverpool reyndi að stela Caicedo af Chelsea og missti síðan af Lavia sem var ekki hrifinn að vera settur til hliðar. „Leikmennirnir völdu Chelsea af því að þeir finna að eitthvað sérstakt er að fara að gerast hér. Ég vona að þeim muni finnast þetta sérstakt,“ sagði Pochettino. "It is fantastic bringing in the type of players with the qualities that they have"Mauricio Pochettino praises Chelsea's owners and sporting directors for the club's summer transfer business pic.twitter.com/yp67UCDiiL— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 18, 2023 Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði um nýju leikmennina á blaðamannafundi í dag. Chelsea eyddi 173 milljónum punda í þá Moises Caicedo og Romeo Lavia sem báðir vildu frekar fara til Chelsea en til Liverpool. Liverpool sat eftir með sárt ennið í eltingarleiknum við þá báða þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi um kaupverð. Mauricio Pochettino on beating Liverpool to two signings: That is about the player decision that they decide to come here. It's not a competition, it's a player decision to join us. That makes us very happy.#CFC #ChelseaFC pic.twitter.com/k5w2AsTh3T— We've Won It All (@cfcwonitall) August 18, 2023 Ekvadorinn Caicedo kemur frá Brighton & Hove Albion en Belginn Lavia frá Southampton. „Þetta var val leikmannanna sjálfra. Það var þeirra ákvörðun að koma frekar hringað,“ sagði Mauricio Pochettino á blaðamannafundinum og það var ekki að heyra annað en að hann vildi skjóta aðeins á vinnubrögð forráðamanna Liverpool. „Þetta var engin keppni því leikmennirnir vildu frekar koma til Chelsea. Það gerir okkur mjög ánægða en þeir tala líka mjög vel um eigendurna okkar og íþróttastjórana. Þeir hrósa sérstaklega þeirra vinnubrögðum,“ sagði Pochettino. Liverpool reyndi að stela Caicedo af Chelsea og missti síðan af Lavia sem var ekki hrifinn að vera settur til hliðar. „Leikmennirnir völdu Chelsea af því að þeir finna að eitthvað sérstakt er að fara að gerast hér. Ég vona að þeim muni finnast þetta sérstakt,“ sagði Pochettino. "It is fantastic bringing in the type of players with the qualities that they have"Mauricio Pochettino praises Chelsea's owners and sporting directors for the club's summer transfer business pic.twitter.com/yp67UCDiiL— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 18, 2023
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira