Erlent

Spjall­þátta­stjórnandinn Parkin­son látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Michael Parkinson á viðburði í Ástralíu árið 2009.
Michael Parkinson á viðburði í Ástralíu árið 2009. Vísir/EPA

Breski spjallþáttastjórnandinn Michael Parkinson er látinn, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma.

Fjölskylda Parkinson segir að hann hafi látist eftir skammvinn veikindi. Hann hafi hlotið friðsælt andlát heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar í gærkvöldi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC

Fyrsti spjallþáttur Parkinson hóf göngu sína hjá BBC árið 1971 og var bandaríska djasssöngkonan Marion Montgomery fyrsti gestur hans. Þáttaröðin taldi hundruð þátta og gekk í ellefu ár. Parkinson tók þráðinn upp að nýju með þáttinn sem var kenndur við hann árið 1998.

Sjálfur áætlaði Parkinson að hann hefði rætt við fleiri en tvö þúsund gesti á ferlinum. Af mörgum góðum eins og Elton John, Madonnu og Helen Mirren fannst Parkinson að bandaríska hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali hefði staðið uppi sem viðmælandi.

„Michael var konungur spjallþáttanna og hann skilgreindi formið fyrir alla þá kynna og þætti sem komu á eftir. Hann tók viðtöl við stærstu stjörnur 20. aldarinnar og gerð það á hátt sem hélt almenningi hugföngnum. Michael var ekki bara frábær í að spyrja spurninga heldur var hann líka stórkostlegur hlustandi,“ sagði Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, um Parkinson að honum látnum.

Parkinson var aðlaður árið 2008




Fleiri fréttir

Sjá meira


×