„Hefði ekki gert helminginn af þessu nema með hennar hjálp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Ása María Reginsdóttir, Emil Hallfreðsson og börn þeirra tvö. Aðsend „Það hefði pottþétt endað sem eitthvað stórslys (e. disaster),“ sagði hinn 39 ára gamli Emil Hallfreðsson aðspurður hvernig atvinnumannaferill hans hefði þróast hefði hann verið einn og yfirgefinn á Ítalíu en ekki með fjölskyldu eins og raun bar vitni. Eins og Vísir greindi frá nýverið hefur knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan atvinnumannaferil. Hann hefur lengst af spilað á Ítalíu og kann vel við sig þar. Þó takkaskórnir séu á leið upp í hillu stefnir Emil á að vera áfram tengdur knattspyrnunni, þó á öðrum forsendum en áður. Emil fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Stefán Árna Pálsson en þessi fyrrverandi landsliðsmaður þakkaði sérstaklega Ásu Maríu Reginsdóttur – eiginkonu sinni, árangur sinn í boltanum og öllu því jákvæða sem hefur gerst utan vallar á undanförnum árum. „Er ótrúlega þakklátur Ásu, konunni minni, sem hún hefur gefið mér síðustu 16 ár. Hún hefur verið með mér úti þessi ár og það er ómetanlegt. Ég hefði ekki gert helminginn af þessu nema með hennar hjálp.“ „Höfum eignast tvö börn úti í Verona, erum búin að koma okkur vel fyrir og munum halda áfram að búa þar allavega eitthvað áfram. Stofnuðum fyrirtæki, Olivia, fyrir fimm árum. Það er búið að vera gott að vera með eitthvað smá plan eftir fótboltann. Það hefur stundum tekið hugann, að vera ekki bara að hugsa um fótbolta, fótbolta, fótbolta. Held það hafi hjálpað mjög mikið,“ sagði Emil einnig í viðtalinu sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtalið við Emil Hallfreðsson í heild sinni: Frá FH til Tottenham en endaði hamingjusamur á Ítalíu Fótbolti Ítalski boltinn Tímamót Tengdar fréttir Rifti besta samningnum eftir þrjá mánuði: „Peningar skipta ekki öllu máli“ Emil Hallfreðsson, sem tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í gær, segist vera mjög ánægður með atvinnumannaferilinn. Honum leið best í hjá Verona en sleit samningi sínum við annað ítalskt lið eftir aðeins þrjá mánuði. 15. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nýverið hefur knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan atvinnumannaferil. Hann hefur lengst af spilað á Ítalíu og kann vel við sig þar. Þó takkaskórnir séu á leið upp í hillu stefnir Emil á að vera áfram tengdur knattspyrnunni, þó á öðrum forsendum en áður. Emil fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Stefán Árna Pálsson en þessi fyrrverandi landsliðsmaður þakkaði sérstaklega Ásu Maríu Reginsdóttur – eiginkonu sinni, árangur sinn í boltanum og öllu því jákvæða sem hefur gerst utan vallar á undanförnum árum. „Er ótrúlega þakklátur Ásu, konunni minni, sem hún hefur gefið mér síðustu 16 ár. Hún hefur verið með mér úti þessi ár og það er ómetanlegt. Ég hefði ekki gert helminginn af þessu nema með hennar hjálp.“ „Höfum eignast tvö börn úti í Verona, erum búin að koma okkur vel fyrir og munum halda áfram að búa þar allavega eitthvað áfram. Stofnuðum fyrirtæki, Olivia, fyrir fimm árum. Það er búið að vera gott að vera með eitthvað smá plan eftir fótboltann. Það hefur stundum tekið hugann, að vera ekki bara að hugsa um fótbolta, fótbolta, fótbolta. Held það hafi hjálpað mjög mikið,“ sagði Emil einnig í viðtalinu sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtalið við Emil Hallfreðsson í heild sinni: Frá FH til Tottenham en endaði hamingjusamur á Ítalíu
Fótbolti Ítalski boltinn Tímamót Tengdar fréttir Rifti besta samningnum eftir þrjá mánuði: „Peningar skipta ekki öllu máli“ Emil Hallfreðsson, sem tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í gær, segist vera mjög ánægður með atvinnumannaferilinn. Honum leið best í hjá Verona en sleit samningi sínum við annað ítalskt lið eftir aðeins þrjá mánuði. 15. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Rifti besta samningnum eftir þrjá mánuði: „Peningar skipta ekki öllu máli“ Emil Hallfreðsson, sem tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í gær, segist vera mjög ánægður með atvinnumannaferilinn. Honum leið best í hjá Verona en sleit samningi sínum við annað ítalskt lið eftir aðeins þrjá mánuði. 15. ágúst 2023 19:30