Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 19:34 Forsætisráðherra segir að sveitarfélögin og þau ráðuneyti sem koma að málefnum flóttafólks verði að tala saman. Vísir/Arnar Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu á meðan lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja sveitarfélögin ekki eiga að taka við þeim. Forsætisráðherra hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það liggur fyrir að forsenda þess að þessi lög voru afgreidd á sínum tíma var að þar lá fyrir álit félagsmálaráðuneytisins að sveitarfélögin myndu veita ákveðna þjónustu sem þyrfti að skilgreina þeim sem höfnuðu samstarfi og misstu réttinn til þjónustu,“ segir Katrín og að ágreiningur sé nú um hver þessi skylda sveitarfélaga sé. Hún segist hafa beðið lögfræðinga forsætisráðuneytisins að fara yfir málið og segir að þeirra mat sé það að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu eigi ekki að víkja fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga en ákvæðið í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er það 15. og kveður á um aðstoð til útlendinga. „Til þess að þetta liggi algerlega skýrt fyrir hef ég líka óskað eftir áliti Lagastofnunar á þessu máli því það má segja að þetta hafi verið ein forsenda sem voru hafðar til huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma.“ Um 30 eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanleg synjun um alþjóðlega vernd en 53 hefur verið tilkynnt um lok á þjónustu. Katrín segir áríðandi að dómsmála- og félagsmálaráðuneytið leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að setja þennan ágreining á borðið og finna lausnir. Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún væri útfærð.“ Dómsmálaráðherra hefur aðra sýn á lausn vandans og sagði fyrr í dag að hún vilji opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem hafa fengið endanlega synjun. Forsætisráðherra segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkt hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki auðvitað til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og það er nokkuð sem okkur hefur ekki hugnast og ég las það þannig á Alþingi að það væri ekki mikill vilji fyrir slíku úrræði og að við ætluðum að fara aðrar leiðir, og það var eins og ég sagði, ein af forsendum fyrir því að þetta frumvarp var samþykkt,“ segir Katrín og að hennar mati hafi þetta allt legið skýrt fyrir við samþykkt frumvarpsins. Hún segir áríðandi að leyst verði úr ágreiningi um þessi mál og segir að það megi gagnrýna það að ekki hafi verið rætt áður við sveitarfélögin og hún vænti þess að það samtal eigi sér stað sem fyrst. Spurð hvað eigi að gera við fólkið sem sé réttinda- og heimilislaust á meðan þess er beðið að málið verði leyst segir Katrín að það liggi fyrir að svona framkvæmd þurfi að undirbúa vel. „Svona spurningum þarf að svara og ég hef litið svo, hafandi fylgst með framkvæmd laganna upp á síðustu daga, að það sé ljóst að það þarf að læra af þessum dögum til að tryggja að þessi framkvæmd geti gengið almennilega fyrir sig.“ Spurð hvort henni þyki rétt að beita ekki ákvæði um þjónustusviptingu á meðan þess er beðið að málið sé leyst segir Katrín að það þurfi að leysa ágreininginn og að verði hægt að finna út úr þessu á næstu dögum. „Ég held að þessi mál verði að skýrast mjög hratt og örugglega.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Félagsmál Flóttamenn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira