Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 14:05 Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata Vísir/Vilhelm Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11