Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 13:33 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að ekki sé verið að selja vatnið með greini úr landi. Vísir/Egill Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir í viðtali á Bítinu í Bylgjunni að fyrirtækið sé eitt púsl í þeirri mynd sem reynt hefur verið að draga upp í Ölfusi á síðustu árum. Meginmarkmiðið sé að skapa umgjörð utan um umhverfisvæna framleiðslu á matvælum. „Það liggur fyrir að það eru ákveðnar blikur á lofti hvað varðar fæðuframleiðslu í heiminum. Við þurfum að framleiða jafn mikið af mat á næstu þrjátíu, fjörutíu árum og við höfum gert síðustu átta þúsund árin. Vatnið er ákveðinn grundvöllur að þessu öllu,“ segir Elliði. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í viðtalinu en hann er ekki jafn hrifinn af hlutabréfasölunni og Elliði. „Ég hræðist svolítið stjórnvöld, bæði sveitarstjórnir og Alþingi, sem eru að verða ónæm fyrir þjóðinni. Þjóðin nefnilega vill halda eignarhaldi á auðlindum sínum og þar með vatninu,“ segir Ögmundur. „Við erum komin ákaflega langt frá því sem áður var þegar málið snérist um að bóndinn hefði aðgang að vatni fyrir heimili sitt og búfénað. Við erum komin inn í þann heim þar sem vatn er nýtt í stórum stíl, er auðlind, auðsuppspretta sem stórfyrirtæki ráðast í. Þetta er allt annar heimur en var.“ Vill ekki missa eignarhaldið til útlanda Ögmundur segir að ekki þurfi að gera meira en að tilkynna nýtingu á vatni ef hún er minni en sjötíu lítrar á sekúndu. Það séu rúmlega sex milljón lítrar á sólarhring. „Það er bara sæmileg átöppunarverksmiðja,“ segir hann. „Þarna erum við farin að tala um allt annað en þessa nýtingu á vatni í landbúnaðarskyni til að framleiða matvæli.“ Ögmundur segir að um sé að ræða allt annað en að nýta vatnið í framleiðslu.Alþingi Ögmundur segist þó vilja nýta vatnið í framleiðslu. „Að sjálfsögðu vil ég atvinnusköpun en ekki í anda Chiquita banana í Mið-Ameríku, ekki að láta auðlindirnar, hráefnin okkar frá okkur, eignarhaldið til útlanda. Þetta er að gerast rosalega hratt.“ Ögmundur eldi kjúklingasúpu úr fjöður Elliði vill meina að Ögmundur sé að gera of mikið úr þessu tiltekna máli. „Hér tókst mínum gamla góða félaga Ögmundi að elda kjúklingasúpu úr einni fjöður. Hér er verið að blanda saman á alveg ótrúlega skapandi máta.“ Þá segir Elliði að kjarni málsins sé að í umræddu fyrirtæki hafi hlutabréf verið að skipta um eigendur að hluta til. Það gerist reglulega í fyrirtækjum. „Við skulum ekki fara að tala um þessa hlutabréfasölu í þessu eina fyrirtæki eins og vatnið með ákveðnum greini hafi verið selt úr landi,“ segir hann. „Þetta er ekki vatnsauðlindin í sveitarfélaginu Ölfusi, þetta er einn bæjarlækur. Þetta fyrirtæki á jörðina sem lækurinn rennur í gegnum. Þetta fyrirtæki er ekki að fara að gera neitt annað en þeir hafa verið að gera. Þeir eru að flytja út vatn og selja það erlendis.“ Elliði segist ekki hafa nokkrar áhyggjur að vatnið lendi í eigu erlendra aðila. „Þetta er eins og útlendingur kaupi sér minjagrip úr hrauni í Leifsstöð og við tölum um hann sem landeiganda. Þetta er svo hverfandi lítið magn.“ Ótæmandi auðlindir ekki ótæmandi Ögmundur segist halda að fólki hætti til þess að hugsa of skammt þegar kemur að svona málum. „Við eigum að hugsa helst fimm hundruð ár fram í tímann,“ segir hann. Þegar sé farið að koma í ljós að það sem fólk hélt að væru ótæmandi auðlindir eru það einmitt ekki. Það eigi líka við um vatnið. „Þetta er ekki ótæmandi. Þetta er ekki nóg fyrir alla að eilífu. Þá gerist það á endanum, eins og er að gerast með raforkuna, þegar þú markaðsvæðir allt, þegar þú gerir allt að söluvöru, að á endanum geturðu lent í því og setið uppi með það að almenningur hafi ekki greiðan aðgang að þessum gæðum.“ Kaup og sala fyrirtækja Ölfus Vatn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri segir í viðtali á Bítinu í Bylgjunni að fyrirtækið sé eitt púsl í þeirri mynd sem reynt hefur verið að draga upp í Ölfusi á síðustu árum. Meginmarkmiðið sé að skapa umgjörð utan um umhverfisvæna framleiðslu á matvælum. „Það liggur fyrir að það eru ákveðnar blikur á lofti hvað varðar fæðuframleiðslu í heiminum. Við þurfum að framleiða jafn mikið af mat á næstu þrjátíu, fjörutíu árum og við höfum gert síðustu átta þúsund árin. Vatnið er ákveðinn grundvöllur að þessu öllu,“ segir Elliði. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í viðtalinu en hann er ekki jafn hrifinn af hlutabréfasölunni og Elliði. „Ég hræðist svolítið stjórnvöld, bæði sveitarstjórnir og Alþingi, sem eru að verða ónæm fyrir þjóðinni. Þjóðin nefnilega vill halda eignarhaldi á auðlindum sínum og þar með vatninu,“ segir Ögmundur. „Við erum komin ákaflega langt frá því sem áður var þegar málið snérist um að bóndinn hefði aðgang að vatni fyrir heimili sitt og búfénað. Við erum komin inn í þann heim þar sem vatn er nýtt í stórum stíl, er auðlind, auðsuppspretta sem stórfyrirtæki ráðast í. Þetta er allt annar heimur en var.“ Vill ekki missa eignarhaldið til útlanda Ögmundur segir að ekki þurfi að gera meira en að tilkynna nýtingu á vatni ef hún er minni en sjötíu lítrar á sekúndu. Það séu rúmlega sex milljón lítrar á sólarhring. „Það er bara sæmileg átöppunarverksmiðja,“ segir hann. „Þarna erum við farin að tala um allt annað en þessa nýtingu á vatni í landbúnaðarskyni til að framleiða matvæli.“ Ögmundur segir að um sé að ræða allt annað en að nýta vatnið í framleiðslu.Alþingi Ögmundur segist þó vilja nýta vatnið í framleiðslu. „Að sjálfsögðu vil ég atvinnusköpun en ekki í anda Chiquita banana í Mið-Ameríku, ekki að láta auðlindirnar, hráefnin okkar frá okkur, eignarhaldið til útlanda. Þetta er að gerast rosalega hratt.“ Ögmundur eldi kjúklingasúpu úr fjöður Elliði vill meina að Ögmundur sé að gera of mikið úr þessu tiltekna máli. „Hér tókst mínum gamla góða félaga Ögmundi að elda kjúklingasúpu úr einni fjöður. Hér er verið að blanda saman á alveg ótrúlega skapandi máta.“ Þá segir Elliði að kjarni málsins sé að í umræddu fyrirtæki hafi hlutabréf verið að skipta um eigendur að hluta til. Það gerist reglulega í fyrirtækjum. „Við skulum ekki fara að tala um þessa hlutabréfasölu í þessu eina fyrirtæki eins og vatnið með ákveðnum greini hafi verið selt úr landi,“ segir hann. „Þetta er ekki vatnsauðlindin í sveitarfélaginu Ölfusi, þetta er einn bæjarlækur. Þetta fyrirtæki á jörðina sem lækurinn rennur í gegnum. Þetta fyrirtæki er ekki að fara að gera neitt annað en þeir hafa verið að gera. Þeir eru að flytja út vatn og selja það erlendis.“ Elliði segist ekki hafa nokkrar áhyggjur að vatnið lendi í eigu erlendra aðila. „Þetta er eins og útlendingur kaupi sér minjagrip úr hrauni í Leifsstöð og við tölum um hann sem landeiganda. Þetta er svo hverfandi lítið magn.“ Ótæmandi auðlindir ekki ótæmandi Ögmundur segist halda að fólki hætti til þess að hugsa of skammt þegar kemur að svona málum. „Við eigum að hugsa helst fimm hundruð ár fram í tímann,“ segir hann. Þegar sé farið að koma í ljós að það sem fólk hélt að væru ótæmandi auðlindir eru það einmitt ekki. Það eigi líka við um vatnið. „Þetta er ekki ótæmandi. Þetta er ekki nóg fyrir alla að eilífu. Þá gerist það á endanum, eins og er að gerast með raforkuna, þegar þú markaðsvæðir allt, þegar þú gerir allt að söluvöru, að á endanum geturðu lent í því og setið uppi með það að almenningur hafi ekki greiðan aðgang að þessum gæðum.“
Kaup og sala fyrirtækja Ölfus Vatn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira