Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:45 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur. Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í kvöldfréttum stöðvar tvö í vikunni að staðan í leikskólamálum borgarinnar væri betri en í flestum öðrum sveitarfélögum, þrátt fyrir að hann teldi stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi ummæli borgarstjóra í kjölfarið og sagði fullyrðingar hans um góða stöðu hreinan dónaskap við áhyggjufulla foreldra. Í byrjun sumars hafi um 800 börn verið á biðlista eftir plássi. „Mjög margir foreldrar hafa verið í sambandi við mig. Fólk sem hefur fengið boð um vistun og er ekki lengur á þessum biðlista en er í algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja,“ segir Hildur. Fólki hafi verið tilkynnt að barnið geti ekki hafið leikskólavist í ágúst og að ferlið sé að dragast á langinn. „Þannig ég svona tek kannski ekkert alveg mark á þessum listum og hræðist má að þessi listi gæti verið lengri en tölurnar gefa til kynna,“ segir hún. Ummæli borgarstjóra um stöðuna séu ótrúleg. „Ekki síst fyrir þær sakir að tölurnar sína okkur að staðan er að versna ár frá ári. Þannig hún er ekki sú sama og síðasta ár, hún er verri núna. Meðalaldurinn er alltaf að hækka hjá þeim börnum sem eru að hefja inngöngu á leikskóla. Það er eitt, það er ekki heldur rétt hjá borgarstjóra að staðan hér sé betri en í mörgum öðrum sveitarfélögum í kringum okkur, hún er verri og ég hef það eftir ábyrgum heimildum,“ útskýrir Hildur. Vandinn sé ekki viðurkenndur af þeim sem fari með áhrif í borginni um það snúist vandamálið. Í sumar hafi meðalaldur barna sem eru að hefja leikskóla verið kominn upp í 22 mánuði. „Þannig að við erum að sjá að staðan er að versna. Þessi loforð sem við sáum í kosningum um að Samfylking ætlaði að færa þennan aldur niður í tólf mánuði hafa bara alls ekki staðist, þvert á móti,“ segir Hildur.
Leikskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. 16. ágúst 2022 21:01
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00