Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 21:01 Leikskólamálin eru í brennidepli í Reykjavík um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00
„Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20