Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 21:01 Leikskólamálin eru í brennidepli í Reykjavík um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira
Tæplega átta hundruð börn, eins árs og eldri, eru nú á biðlista eftir að komast inn á leikskóla í Reykjavík, þvert á loforð meirihlutans í vor um öll börn, tólf mánaða og eldri, kæmust inn. Var þetta ekki bara óraunhæft frá byrjun? „Stutta svarið er jú, segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins í Vesturbæ Reykjavíkur, en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vandinn sé áragamall og margþættur eins og ítrekað hafi verið bent á. Húsnæði ábótavant og það úr sér gengið. Íbúum borgarinnar hafi fjölgað gríðarlega auk hins margumtalaða mönnunarvanda, sem hefur reyndar ekki verið fyrir að fara á Drafnarsteini. Halldóra þurfti til að mynda ekki að auglýsa eftir starfsfólki fyrir haustið. Staðan mismunandi eftir hverfum Staðan í Reykjavík er mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum, þar sem mikið er af barnafólki, er allt hreinlega stappað. Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á DrafnasteiniVísir/Arnar „Ég er ekki að taka inn eitt einasta barn eins og staðan er akkúrat í dag, fædd 2021. En ég veit um laus pláss annars staðar í borginni,“ segir Halldóra. Ekki endilega best fyrir svo ung börn Halldóra kaus jafnframt ekki á móti því að fá tólf mánaða börn inn á leikskólana, en það sé ekki endilega best fyrir börnin sjálf. „Tólf mánaða börn. Þau eru lítil. Þau eru ung. Að taka þau frá foreldrum sínum svo ung í stóra skóla, með stóran hóp barna, oft í lítil rými í mjög langan tíma. Við höfum ekkert rannsakað það nógu vel,“ segir Halldóra. Er þetta vandi sem er hægt að leysa? „Ef ég hefði svarið við því. Já, en það gerist ekki á morgun.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 „Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00 „Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Sjá meira
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30
„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. 11. ágúst 2022 23:00
„Þetta er algjör skrípaleikur“ Foreldrar barna í Reykjavík sem hafa ekki fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. 11. ágúst 2022 20:20