Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2023 11:42 Hildur og Dagur í kappræðum Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. „Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
„Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01