Fótbolti

Neymar sagður vera með freistandi tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Neymar mun væntanlega hlæja alla leið í bankann ef hann skrifar undir hjá Al Hilal
Neymar mun væntanlega hlæja alla leið í bankann ef hann skrifar undir hjá Al Hilal Vísir/AP

Al Hilal frá Sádí Arabíu hafa gert Neymar, leikmanni PSG, afar freistandi tilboð og er Neymar sagður íhuga það alvarlega að taka tilboðinu.

Neymar, sem er 31 árs, er ósáttur í herbúðum PSG og hefur óskað eftir sölu þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af feitum samningi sínum í París. Þau laun eru þó eflaust eingöngu klink í samanburði við það sem Sádarnir geta boðið.

Neymar hefur sjálfur sagt að hann vilji snúa aftur til Barcelona en fjárhagsvandræði félagsins setja stórt strik í þann reikning. Sögusagnir hafa kvissast út um að Barcelona sé að vinna að því í samstarfi við félag í Sádí Arabíu að fá Neymar lánaðan eftir sölu frá PSG en ekkert hefur þó fengist staðfest um slíkar æfingar.

Fabrizio Romano segir að samningaviðræður á milli Neymar og Al Hilal séu vel á veg komnar en aðrir miðlar á Twitter sem þykja ekki jafn traustir fullyrða að Neymar hafi samþykkt tilboð frá Barcelona þar sem launin eru aðeins brot af því sem Sádarnir bjóða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×