Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 20:19 Sema Erla var viðstödd þegar flóttafólki var gert að yfirgefa húsakynni ríkislögreglustjóra í dag. vísir/vilhelm Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fyrr í dag sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nýju lögin væru að virka sem skyldi. Leitað var viðbragða hennar við máli flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Mikil geðshræring greip um sig og sögðust flóttakonur, sem höfðu verið þolendur mansals, ekki eiga í önnur hús að venda. Sema Erla Serdar stofnandi hjálparsamtakanna Solaris var spurð út í orð ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Það fer eftir því hver ráðherra telur að tilgangur laganna sé. Það sem við höfum séð síðustu daga, afleiðingarnar af þessum lögum eru að heimilisleysi meðal flóttafólks mun aukast. Það er verið að dæma fólk til sárafátæktar og gera það enn berskjaldaðra gagnvart ofbeldi og misnotkun. Ef það er tilgangurinn, hefur honum verið náð,“ segir Sema. Hún segir átanlegt að horfa upp á stöðuna nú. „Það var búið að vara lengi við þessu. Við og nánast allir sem tóku þátt í umræðunni um lögin vöruðu við því að þetta yrði ástandið sem myndi skapast og hefur núna skapast og mun halda áfram að stækka. Þetta er ekki eitthvað sem einstaklingar og samtök ráða hreinlega við. Auðvitað þarf að gera miklu meira en þetta.“ Hún biðlar til stjórnvalda að grípa inn í. „Fólk hefur verið á götunni dögum, jafnvel vikum saman. Fólk býr hreinlega í tjaldi í skógi. Við auglýstum eftir húskosti fyrir fólk þar sem við getum hreinlega ekki horft upp á það að hér verði heimilisleysi svona mikið á stuttum tíma. Við munum gera allt sem við getum en auðvitað verða stjórnvöld að draga í land með þetta og bregðast við. Sérstaklega með þennan hóp sem er fastur milli kerfa, fær ekki vernd, er ekki hægt að vísa úr landi og býr núna bókstaflega á götunni með ekkert á milli handanna.“ Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Fyrr í dag sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nýju lögin væru að virka sem skyldi. Leitað var viðbragða hennar við máli flóttafólks sem var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Mikil geðshræring greip um sig og sögðust flóttakonur, sem höfðu verið þolendur mansals, ekki eiga í önnur hús að venda. Sema Erla Serdar stofnandi hjálparsamtakanna Solaris var spurð út í orð ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Það fer eftir því hver ráðherra telur að tilgangur laganna sé. Það sem við höfum séð síðustu daga, afleiðingarnar af þessum lögum eru að heimilisleysi meðal flóttafólks mun aukast. Það er verið að dæma fólk til sárafátæktar og gera það enn berskjaldaðra gagnvart ofbeldi og misnotkun. Ef það er tilgangurinn, hefur honum verið náð,“ segir Sema. Hún segir átanlegt að horfa upp á stöðuna nú. „Það var búið að vara lengi við þessu. Við og nánast allir sem tóku þátt í umræðunni um lögin vöruðu við því að þetta yrði ástandið sem myndi skapast og hefur núna skapast og mun halda áfram að stækka. Þetta er ekki eitthvað sem einstaklingar og samtök ráða hreinlega við. Auðvitað þarf að gera miklu meira en þetta.“ Hún biðlar til stjórnvalda að grípa inn í. „Fólk hefur verið á götunni dögum, jafnvel vikum saman. Fólk býr hreinlega í tjaldi í skógi. Við auglýstum eftir húskosti fyrir fólk þar sem við getum hreinlega ekki horft upp á það að hér verði heimilisleysi svona mikið á stuttum tíma. Við munum gera allt sem við getum en auðvitað verða stjórnvöld að draga í land með þetta og bregðast við. Sérstaklega með þennan hóp sem er fastur milli kerfa, fær ekki vernd, er ekki hægt að vísa úr landi og býr núna bókstaflega á götunni með ekkert á milli handanna.“
Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 10. ágúst 2023 21:01
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09