Innlent

„Þetta mun ekki jafna sig á meðan við lifum“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hjólförin verða við náttúruperluna Gervigíga næstu öldina eða svo.
Hjólförin verða við náttúruperluna Gervigíga næstu öldina eða svo. atli sigurðarson

Ljót ummerki utanvegaaksturs eru við gervigígana á Mýrdalssandi. Leiðsögumanni krossbrá þegar hann sá förin sem munu liggja við náttúruperluna líklega næstu hundrað árin. 

„Þetta er hrikalegt. Og mun ekki jafna sig nema á mjög, mjög löngum tíma. Þarna er sandur og ofan á honum þunnt lag af mosa og mjög viðkvæmum gróðri. Hjólförin eru mjög djúp,“ segir Atli Sigurðaron leiðsögumaður í samtali við Vísi.

Hann varð var við förin fyrir tveimur dögum síðan og tók myndir með dróna daginn eftir.

Keyrt var nokkuð langt inn á svæðið.atli sigurðarson

Hann segist verða var við allt of mikinn utanvegaakstur líkt og aðrir leiðsögumenn, sérstaklega þeir sem leiðsegja inn að hálendi.

„En ég hef ekki séð neitt viðlíka þessu. Það eru för á þessu svæði, sem er mjög fallegt. Þessir gervigígar eru einstakir en á þessu svæði er hvergi hægt að leggja bíl. Í raun og veru ætti ekki að leyfa göngu um þetta svæði, það er það viðkvæmt í raun. En það er bara mitt álit.“

Ljót för voru skilin eftir.atli sigurðarson

„Þetta mun ekki jafna sig á meðan við lifum,“ segir Atli að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×