Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Harry Kane er að öllum líkindum á leið til Bayern München. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, leikmaður Tottenham Hotspur, er sagður vera búinn að ná samkomulagi við þýska stórveldið Bayern München. Fyrr í dag bárust fréttir af því að Tottenham hefði samþykkt tæplega hundrað milljón punda tilboð í leikmanninn. Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og því hafa sögusagnir um brottför hans frá félaginu verið háværar í allt sumar. Eftir þessar fréttir fóru þó að heyrast orðrómar um það að Kane sjálfur ætlaði sér ekkert endilega að samþykkja boð Bayern. Heimildarmenn Sky Sports sögðu frá því að þessi markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi væri farinn að hallast að því að vera um kyrrt, í það minnsta út samninstímann. Nú greinir David Ornstein hjá The Athletic hins vegar frá því að Kane sé búinn að samþykkja boð þýsku meistaranna. Hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og bíður nú eftir því að fá grænt ljós frá Tottenham um að mega ferðast til Þýskalands og gangast undir læknisskoðun. 🚨 Harry Kane has reached an agreement to join Bayern Munich from Tottenham Hotspur. Personal terms in place for 30yo to sign a 4yr contract. England captain awaiting green light from #THFC to travel for medical + complete transfer @TheAthleticFC #FCBayern https://t.co/LPAkVUiF9E— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi. Hann hefur skorað 280 mörk fyrir félagið í 435 leikjum í öllum keppnum. Þá er hann einnig næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 58 mörk. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Fyrr í dag bárust fréttir af því að Tottenham hefði samþykkt tæplega hundrað milljón punda tilboð í leikmanninn. Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og því hafa sögusagnir um brottför hans frá félaginu verið háværar í allt sumar. Eftir þessar fréttir fóru þó að heyrast orðrómar um það að Kane sjálfur ætlaði sér ekkert endilega að samþykkja boð Bayern. Heimildarmenn Sky Sports sögðu frá því að þessi markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi væri farinn að hallast að því að vera um kyrrt, í það minnsta út samninstímann. Nú greinir David Ornstein hjá The Athletic hins vegar frá því að Kane sé búinn að samþykkja boð þýsku meistaranna. Hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við félagið og bíður nú eftir því að fá grænt ljós frá Tottenham um að mega ferðast til Þýskalands og gangast undir læknisskoðun. 🚨 Harry Kane has reached an agreement to join Bayern Munich from Tottenham Hotspur. Personal terms in place for 30yo to sign a 4yr contract. England captain awaiting green light from #THFC to travel for medical + complete transfer @TheAthleticFC #FCBayern https://t.co/LPAkVUiF9E— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi. Hann hefur skorað 280 mörk fyrir félagið í 435 leikjum í öllum keppnum. Þá er hann einnig næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk og markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 58 mörk.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira