Tottenham samþykkti tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 09:52 Harry Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham. Getty Einni stærstu félagaskiptasögu sumarsins í fótboltanum gæti verið að ljúka því enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt tilboð í framherjann Harry Kane. Það er þýski risinn Bayern München sem lagði fram tilboðið. Hinn virti miðill The Athletic greinir frá þessu og vísar í heimildamenn í Þýskalandi. Tilboðið nemur 100 milljónum evra, jafnvirði 86,4 milljóna punda eða 14,5 milljarða króna. EXCLUSIVE: Bayern Munich have reached an agreement with Tottenham to sign Harry Kane, sources in Germany indicate. #FCBayern proposal worth above 100m accepted by #THFC. 30yo has been leaning towards staying but must now make a decision @TheAthleticFC https://t.co/mPjC3YPDnH— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Kane, sem er þrítugur, þarf núna að ákveða endanlega hvort að hann vill ganga í raðir Bayern en samkvæmt The Athletic hefur honum liðið vel hjá Tottenham og undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou. Óljóst sé hvernig hann bregðist við núna. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið hefur reynt að fá hann til að skrifa undir nýjan samning, án árangurs og þess vegna hefur félagið reynt að selja hann í sumar. Kane varð á síðustu leiktíð markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og næstmarkahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eftir að hafa tekið fram úr Jimmy Greaves og Wayne Rooney. Hann hefur skorað 213 mörk í ensku úrvalsdeildinni og á því mjög raunhæfa möguleika á að slá met Alans Shearer, sem skoraði 260 mörk, en það breytist vissulega ef Kane kveður deildina og heldur til Þýskalands. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Það er þýski risinn Bayern München sem lagði fram tilboðið. Hinn virti miðill The Athletic greinir frá þessu og vísar í heimildamenn í Þýskalandi. Tilboðið nemur 100 milljónum evra, jafnvirði 86,4 milljóna punda eða 14,5 milljarða króna. EXCLUSIVE: Bayern Munich have reached an agreement with Tottenham to sign Harry Kane, sources in Germany indicate. #FCBayern proposal worth above 100m accepted by #THFC. 30yo has been leaning towards staying but must now make a decision @TheAthleticFC https://t.co/mPjC3YPDnH— David Ornstein (@David_Ornstein) August 10, 2023 Kane, sem er þrítugur, þarf núna að ákveða endanlega hvort að hann vill ganga í raðir Bayern en samkvæmt The Athletic hefur honum liðið vel hjá Tottenham og undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou. Óljóst sé hvernig hann bregðist við núna. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið hefur reynt að fá hann til að skrifa undir nýjan samning, án árangurs og þess vegna hefur félagið reynt að selja hann í sumar. Kane varð á síðustu leiktíð markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og næstmarkahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eftir að hafa tekið fram úr Jimmy Greaves og Wayne Rooney. Hann hefur skorað 213 mörk í ensku úrvalsdeildinni og á því mjög raunhæfa möguleika á að slá met Alans Shearer, sem skoraði 260 mörk, en það breytist vissulega ef Kane kveður deildina og heldur til Þýskalands.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira