Erlent

Óttast um líf ellefu eftir elds­voða á or­lofs­heimili í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Um var að ræða byggingu á þremur hæðum, hlöðu sem hafði verið breytt í orlofsheimili.
Um var að ræða byggingu á þremur hæðum, hlöðu sem hafði verið breytt í orlofsheimili. Getty

Óttast er að ellefu manns hafi látið lífið eftir að mikill eldur kom upp á orlofsheimili fyrir fólk með námserfiðleika í Frakklandi í morgun.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að áttatíu slökkviliðsmenn hafi verið sendir á vettvang til að kljást við eldinn í bænum La Forge í norðausturhluta Frakklands, ekki langt frá þýsku landamærunum. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 6:30 að staðartíma.

Talsmaður yfirvalda segir líkur á því að ellefu þeirra sem hafi dvalið á efri hæðum orlofsheimilisins séu mögulega látnir. Um var að ræða hóp fólks frá Nancy, sem einnig er að finna í austurhluta Frakklands.

Byggingin er á þremur hæðum, hlaða sem hafði verið breytt í orlofsheimili sem notað hefur verið af góðgerðarsamtökum sem styðja við bakið á fólki með námserfiðleika. Alls tókst að bjarga sautján manns úr byggingunni og var einn þeirra fluttur á sjúkrahús.

Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×