Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 08:45 Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar í Níger veifa rússneskum fána. Vangaveltur hafa verið uppi um að stjórnin gæti óskað eftir liðsauka rússneska málaliðahersins Wagner-hópsins. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna. Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna.
Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09