Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 00:01 Stefán segist síst hafa átt von á að lenda í slíku atviki í Fossvogsdalnum. Facebook/Vilhelm Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira