Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 16:24 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd. Vísir/Aðsend Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira