Fótbolti

Panathinaikos áfram í Meistaradeildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn Panathinaikos í kvöld
Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn Panathinaikos í kvöld Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tryggðu sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Dnipro-1.

Það má segja að Hörður og félagar hafi lagt grunninn að sigrinum í einvíginu með góðum sigri í fyrri leik liðanna, en Panathinaikos vann fyrri leik liðanna nokkuð örugglega 1-3.  Líkt og í þeim leik lék Hörður allan leikinn í hjarta varnarinnar en hann gekk til liðs við gríska félagið nú fyrr í sumar og virðist vera að stimpla sig inn sem lykilmaður í vörn þess.

Panathinaikos mætir franska liðinu Marseille í næstu umferð forkeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×