Það má segja að Hörður og félagar hafi lagt grunninn að sigrinum í einvíginu með góðum sigri í fyrri leik liðanna, en Panathinaikos vann fyrri leik liðanna nokkuð örugglega 1-3. Líkt og í þeim leik lék Hörður allan leikinn í hjarta varnarinnar en hann gekk til liðs við gríska félagið nú fyrr í sumar og virðist vera að stimpla sig inn sem lykilmaður í vörn þess.
Panathinaikos mætir franska liðinu Marseille í næstu umferð forkeppninnar.