Sveik níræðan mann um hundruð milljóna Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 10:17 Peaches Stergo sést hér tala í síma er hún yfirgaf dómsal í vikunni. AP/Larry Neumeister Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum. Stergo var handtekin í janúar og þremur mánuðum síðar játaði hún fjársvikin. Damian Williams, saksóknari í New York, tilkynnti í yfirlýsingu að Stergo hafi verið dæmd í 51 mánaða langt fangelsi. Í yfirlýsingunni er farið yfir það sem kom fram fyrir dómi. Til að mynda segir í henni að Stergo hafi kynnst manninum fyrir um sex eða sjö árum í gegnum stefnumótavefsíðu. Stergo notaði hins vegar ekki eigið nafn heldur kallaði hún sig Alice. Villti á sér heimildir Stergo hóf að svíkja fé úr manninum í maí árið 2017 og hélt því áfram að minnsta kosti fram í október árið 2021. Níræði maðurinn gaf Stergo peninginn því hún sagðist þurfa á hjálp að halda til að fá pening úr uppgjöri. „Í fjögur og hálft ár hélt Stergo áfram að ljúga,“ segir í yfirlýsingunni. Stergo bað manninn reglulega um að leggja inn á sig pening. Hún sagði að ef hann myndi ekki gera það þá yrði reikningum hennar lokað. Þá gæti hann aldrei fengið peninginn sinn aftur til baka. Einnig kemur fram að Stergo hafi villt á sér heimildir. Hún hafi til dæmis útbúið netfang til að láta eins og hún væri bankastarfsmaður. Þá útbjó hún reikninga og bréf og lét eins og það kæmi allt frá starfsmanni bankans. Lúxus á kostnað mannsins Maðurinn endaði á að missa íbúðina sína vegna svika Stergo. Á sama tíma notaði hún peninginn hans til að kaupa sér nýtt heimili, auka íbúð í blokk, bát og nokkra bíla. Þá fór hún í dýr ferðalög, gisti á fínum hótelum og eyddi töluverðum fjárhæðum í mat, gullpeninga, skartgripi, Rolex úr og merkjavörur. Það var ekki fyrr en í október árið 2021 sem maðurinn sagði syni sínum frá því sem hafði gerst. Þá hætti hann að gefa Stergo pening. „Hún notaði milljónir dala til að lifa lúxuslífi á kostnað fórnarlambsins,“ segir saksóknarinn. „En hún komst ekki upp með það. Líkt og þessi dómur sýnir þá munu gerendur í rómantískum svikamálum þurfa að svara fyrir glæpi sína.“ Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stergo var handtekin í janúar og þremur mánuðum síðar játaði hún fjársvikin. Damian Williams, saksóknari í New York, tilkynnti í yfirlýsingu að Stergo hafi verið dæmd í 51 mánaða langt fangelsi. Í yfirlýsingunni er farið yfir það sem kom fram fyrir dómi. Til að mynda segir í henni að Stergo hafi kynnst manninum fyrir um sex eða sjö árum í gegnum stefnumótavefsíðu. Stergo notaði hins vegar ekki eigið nafn heldur kallaði hún sig Alice. Villti á sér heimildir Stergo hóf að svíkja fé úr manninum í maí árið 2017 og hélt því áfram að minnsta kosti fram í október árið 2021. Níræði maðurinn gaf Stergo peninginn því hún sagðist þurfa á hjálp að halda til að fá pening úr uppgjöri. „Í fjögur og hálft ár hélt Stergo áfram að ljúga,“ segir í yfirlýsingunni. Stergo bað manninn reglulega um að leggja inn á sig pening. Hún sagði að ef hann myndi ekki gera það þá yrði reikningum hennar lokað. Þá gæti hann aldrei fengið peninginn sinn aftur til baka. Einnig kemur fram að Stergo hafi villt á sér heimildir. Hún hafi til dæmis útbúið netfang til að láta eins og hún væri bankastarfsmaður. Þá útbjó hún reikninga og bréf og lét eins og það kæmi allt frá starfsmanni bankans. Lúxus á kostnað mannsins Maðurinn endaði á að missa íbúðina sína vegna svika Stergo. Á sama tíma notaði hún peninginn hans til að kaupa sér nýtt heimili, auka íbúð í blokk, bát og nokkra bíla. Þá fór hún í dýr ferðalög, gisti á fínum hótelum og eyddi töluverðum fjárhæðum í mat, gullpeninga, skartgripi, Rolex úr og merkjavörur. Það var ekki fyrr en í október árið 2021 sem maðurinn sagði syni sínum frá því sem hafði gerst. Þá hætti hann að gefa Stergo pening. „Hún notaði milljónir dala til að lifa lúxuslífi á kostnað fórnarlambsins,“ segir saksóknarinn. „En hún komst ekki upp með það. Líkt og þessi dómur sýnir þá munu gerendur í rómantískum svikamálum þurfa að svara fyrir glæpi sína.“
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira