Fótbolti

Selfyssingar með sterkan sigur eftir skellinn í síðustu umferð

Siggeir Ævarsson skrifar
Selfyssingar þjöppuðu sér greinilega vel saman eftir 9-0 skellinn gegn Aftureldingu í síðustu umferð
Selfyssingar þjöppuðu sér greinilega vel saman eftir 9-0 skellinn gegn Aftureldingu í síðustu umferð Twitter@selfossfotbolti

Selfoss vann öruggan 2-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar fengu þungan skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu 9-0 gegn Aftureldingu en sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Valdimar Jóhannson kom Selfossi yfir fljótlega eftir hlé. Grindvíkingum gekk lítið sem ekkert að skapa sér færi, sem hefur verið saga liðsins í sumar, en Grindavík hefur aðeins skorað tólf mörk í þrettán leikjum.

Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga í fimm leikjum og með sigrinum fá þeir örlítið andrými í fallbaráttunni, fimm stigum á undan Njarðvík og eiga leiki til góða á liðin í sætunum fyrir ofan.

Grindavíkur ógæfu verður allt að vopni þessa dagana eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Liðið er með 15 stig í 8. sæti og ef fram heldur sem horfir er það fallbaráttan sem blasir við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×