Innlent

Rannsókn lokið á manndrápi á Ólafsfirði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá vettvangi á Ólafsfirði.
Frá vettvangi á Ólafsfirði. vísir/tryggvi páll

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, á manndrápi sem átti sér stað í október á síðasta ári, er lokið. 

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Ekki hefur náðst í Páleyju vegna málsins.

Þann 3. október 2022 var lögregla kölluð á vettvang, í fjölbýlishúsi á Ólafsfirði, þar sem karlmaður lést af sárum sínum. Fjórir voru handteknir og þrjú upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald. Tveimur var sleppt, húsráðanda og eiginkonu mannisns. 

Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði, yfir þeim sem grunaður er um að bana manninum, að vafi væri uppi um hvort honum hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn.

Í úrskurðinum kom fram að líklegt væri að hinn látni hefði veist að manninum með hnífi og stungið hann í andlit og læri. Hinn grunaði hafi síðar náð yfirhöndinni í átökunum og veitt hinum stungusár sem drógu hann til dauða. 

Í nóvember fór fram sviðsetning atburðarins með liðsinni sakbornings. Fram hefur komið í tilkynningum frá lögreglu að rannsókn hafi miðað vel.


Tengdar fréttir

„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin

Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang.

Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði

Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×