Hrakin úr bænum eftir að þau greindu frá nasistakveðjum nemenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 13:10 Laura Nickel og Max Teske vöktu athygli á öfgafullri hegðun í skólanum Mina Witkojc og fengu í staðinn skammir og hótanir. AP/Markus Schreiber Tveir menntaskólakennarar voru hraktir úr bænum Burg í austurhluta Þýskalands eftir að þau birtu opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau lýstu eitruðu andrúmslofti, ofbeldi og nasistakveðjum nemenda í skólanum sem þau kenndu við. Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum. Þýskaland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Laura Nickel er 34 ára og kenndi ensku og sögu í Mina Witkojc-skólann í Burg en hinn 31 árs gamli Max Teske hafði starfað þar í þrjú ár og kenndi stærðfræði og landafræði. Saman reyndu þau allt hvað þau gátu til að hefta framgöngu öfgafullra skoðana og hegðunar nemenda sinna. Eineltisseggir sem vildu lúskra á innflytjendum sem gengu í skólann fengu ráðgjöf hjá kennurunum. Þau fjölguðu kennslustundum um nasíska fortíð Þýskalands og buðu hörundsdökkum rappara að ræða við börnin um tillitssemi og virðingu. En ekkert af þessu gekk og þau ákváðu þá að birta opinbert bréf í dagblöðum bæjarins þar sem þau greindu frá nasistakveðjum barnanna, hakakrosskroti í skólastofum og spilun barnanna á rasískri tónlist á göngum skólans. Bærinn Burg er um 116 kílómetra suðaustan af Berlín og búa rúmlega fjögur þúsund manns þar.AP/Markus Schreiber Kröfur um uppsagnir og nafnlausar hótanir Í bréfinu skrifuðu þau að „kennarar og nemendur sem berjast opinberlega gegn öfga-hægri-skoðunum“ í skólanum óttuðust um öryggi sitt. „Það þarf að gangast við vandamálinu og berjast opinberlega gegn því. Skólar eiga að vera staðir sem eru lausir við ótta, án hleypidóma og öryggir og mega ekki vera staður fyrir óvini lýðræðis,“ sagði einnig í bréfinu. „Drullið ykkur til Berlínar,“ stóð á límmiðum sem voru límdir á ljósastaura í Burg.AP/Markus Schreiber Þau óraði þó ekki fyrir viðbrögðunum sem þau myndu fá við birtingu bréfsins. Nafnlaus hópur foreldra sendi bréf á skólann og krafðist þess að kennurunum yrði sagt upp. Límmiðar sem stóð á „Drullið ykkur til Berlínar“ voru límdir á ljósastaura í nágrenni við skólann og á samfélagsmiðlum hótaði einstaklingur því að hafa upp á þeim. Þegar þau sáu hve lítinn stuðning kollegar, skólastjóri og aðrir stjórnendur sýndu þeim ákváðu þau að yfirgefa bæði skólann og bæinn sem liggur suðaustan af Berlín. „Öfga-hægri yfirlýsingar, verknaður og slagorð, hómófóbía og kynjamismunun voru og eru helstu mál á dagskrá í þessum skóla,“ sagði hin 34 ára gamla Nickel, sem hafði starfað við skólann í fjögur ár, í viðtali við AP um stöðuna í skólanum.
Þýskaland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira