PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 11:01 Gæti Mbappé farið til Sádi-Arabíu eftir allt saman? EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36